Grænker

High Planter Urbalive - Grænn

19.990 kr

Urbalive Hápotturinn er frábær viðbót fyrir þá sem vilja skapa hlýlegt umhverfi heima við. Urbalive Hápotturinn er glæsilegur blómapottur sem hannaður er af hinum leiðandi tékkneska hönnuði Jiří Pelcl en hann hefur hlotið fjölmörg hönnunarverðlaun á sínum ferli. Blómapotturinn felur í sér einstakt og nútímalegt útlit þar sem viður er sameinaður plasti.

Urbalive Hápotturinn er fullkominn fyrir þínar pottaplöntur, blóm, og kryddjurtir. Hönnun blómapottsins með tilliti til hæðar veitir þér auðveldan og greiðan aðgang að plöntunum og leyfir þeim að njóta sín í almennilegri útsýnishæð.

Háþróaða sjálfvökvunarkerfi blómapottsins gerir allt viðhald í kringum plöntunar þínar mun auðveldara og tryggir lífshamingju þinna grænu félaga allan ársins hring. 

Sjálfvökvunarkerfi Hápottsins er tveggja-kerfa lausn þar sem neðri hluti pottarins virkar sem vatnstankur og hinn efri viðheldur plöntunni ásamt mold og öðrum nauðsynjum plöntunnar. Vatn vinnur sig upp textíl þráð og þaðan að undarlagi plöntunnar. Eftir því sem að rætur plöntunnar vaxa munu þær að lokum ná til botnins og þannig útvegað sér vatn sjálf. Loftgap milli bakkanna tryggir nauðsynlegt aðstreymi lofts til rótanna. Þökk sé þessu kerfi hafa plönturnar þínar nákvæmlega eins mikið vatn og þörf er á.

Urbalive Hápotturinn er einstaklega sniðugt og falleg viðbót fyrir heimilið, skrifstofuna eða garðskálann.

Litur: Grænn | Hæð: 77 cm  

Breidd: 50,5 cm | Þyngd: 5,51 kg

 

Þú gætir einnig haft áhuga á

Nýlega skoðað