MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

Við hjá NorthCorp ehf. („Grænker“) leggjum mikla og ríka áherslu á persónuvernd og er umhugað um öryggi persónupplýsinga. Mikilvægt er að þú lesir og skiljir þessa persónuverndarstefnu, í henni er útskýrt hvernig og hvers vegna við söfnum og notum persónuupplýsingar. Markmið þessarar yfirlýsingar um persónuvernd er að upplýsa þig um stefnu okkar í þessum málum og réttindi þín.

Í persónuverndarstefnunni er gerð grein fyrir því hvaða persónuupplýsingum við söfnun. Einnig er gert grein fyrir því hvaða persónuupplýsingum við söfnum um þig þegar þú ferð inn á vefsíðu okkar, hvernig við notum persónuupplýsingar þínar og hverjum við deilum þeim með.

Þegar viðskiptavinur kaupir vöru í vefverslun Grænkers eru gefnar upp kreditkortaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar eins og nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.

Með kaupum í vefverslun Grænkers eða skráningu á póstlista Grænkers – samþykkir viðskiptavinur slíka öflun persónuuupplýsinga. Grænker safnar upplýsingum í þeim megintilgangi að ganga frá afgreiðslu á pöntun í vefverslun.

Þegar viðskiptavinur skráir sig á póstlista Grænker fer netfang á tiltekinn póstlista. Hægt er að afskrá sig í gegnum tilskilinn hlekk í tölvupósti eða með því að senda póst á graenker@graenker.is.

Grænker fer með allar persónuupplýsingar af ýtrustu varúð og sem algjört trúnaðarmál. Upplýsingar frá neytanda verða ekki afhentar né seldar þriðja aðila – nema í þeim tilfellum þegar það er nauðsynlegt til að framfylgja þjónustu.

Upp geta komið tilvik þar sem Grænker þarf á aðstoð þriðja aðila að halda til að veita ákveðna þjónustu. Í slíkum tilvikum getur félagið þurft að deila persónuupplýsingum með þriðja aðila til að það fyrirtæki geti veitt Grænker og viðskiptavin ákveðna þjónustu. Sem dæmi um það getur verið vinnsla á kortafærslum, þjónusta til að framfylgja heimsendingum, þjónusta við tölvu og hugbúnaðarafyrirtæki sem halda utan um upplýsingar og gögn á vefsíðu.

Greiðsluupplýsingar eru ávallt sendar um örugga greiðslusíðu SaltPay sem hlotið hefur tilsvarandi vottun.

Grænker takmarkar eftir fremsta megni þær persónuupplýsingar sem þriðja aðila er veitt og eru slíkar persónuupplýsingar aðeins veittar í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum ákveðna þjónustu. Grænker hefur strangt eftirlit með þeim upplýsingum sem veittar eru þriðja aðila til að tryggja friðhelgi viðskiptavina sinna.

Öll meðhöndlun persónuupplýsinga þeirra sem viðskiptavinur gefur Grænker er í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Persónuupplýsingum er fyrst og fremst safnað til þess að hægt sé að kaupa vörur í vefverslun og í þeim tilgangi að bæta upplifun viðskiptavina á vefsíðu.

Með því að nota vefsíðu og vefverslun Grænkers veitir neytandi ótvírætt samþykki sitt og viðurkennir vinnslu og skrá Grænkers á persónuupplýsingum sínum.

VAFRAKÖKUR (E. COOKIES)

„Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforrit neytanda geymir í tölvu hans að beiðni netþjóna. Grænker notar þessar upplýsingar m.a. til að bera kennsl á notanda og vita hversu oft hann heimsækir vefsíðuna/vefverslunina, hvað neytandi setur í körfuna sína, hvernig fyrri pantanir neytanda voru og til að kynna neytanda fyrir vörum sem gætu vakið áhuga.

Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þörfum neytanda og notar Grænker vefkökur aðallega til að gera vefsíðuna og vefverslunina ánægjulegri í notkun fyrir neytandann og bæta hans upplifun.

Vafrakökurnar eru ýmist notaðar fyrir tilteknar þjónustuleiðir eða til þess að safna tölfræðilegum upplýsingum til að bæta vefsíðu Grænker. Sumar vafrakökurnar eru tímabundnar og hverfa því þegar notandinn fer af vefsvæðinu en aðrar haldast lengur inni. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notandans og muna val og/eða aðgerðir hans á vefsvæðinu og muna því fyrri aðgerðir til að gera notandanum auðveldara fyrir að vafra um vefsvæðið. Að auki eru notaðar staðbundnar vafrakökur sem eru tengdar tilteknum markaðsherferðum og hverfa þegar herferðunum lýkur.

Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að neytandi þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt neytandi kjósi að leyfa ekki vafrakökur getur neytandi samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu Grænkers, þar á meðal verslunarkerfið.

Grænker notar Google Analytics frá Google og Facebook Pixels til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefsvæðið eru ýmsum nafnlausum upplýsingum safnað saman og þær sendar til Grænkers, t.d. frá hvaða vefsvæði er komið, tími og dagsetning komu á vefsvæðið, leitarorð sem notað var og gerð vafra og stýrikerfis. Grænker notar þessar upplýsingar svo til að gera endurbætur á vefsvæði sínu, notendum sínum til hagsbóta. Google Analytics og Facebook Pixels nota sínar eigin kökur en Grænker áskilur sér rétt til að birta notendum vefsvæðisins og klúbbmeðlimum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google Analytics og Facebook Pixels. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð vafrakaka og geta þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar slökkt á notkun þeirra.

Með því að nota vefverslun Grænker samþykkir neytandi að Grænker safni upplýsingum sjálfkrafa með vafrakökum.

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á

http://www.aboutcookies.org.uk/

Ef þú vilt vita meira um upplýsingar sem við geymum um þig – hafðu þá samband á graenker@graenker.is.

Grænker reynir eftir fremsta megni að sjá til þess að rétt sé farið með allar persónuupplýsingar, einnig þær sem afhendar eru þriðja aðila.

NorthCorp ehf.
440102-2120
Efstaleiti 19
103 Reykjavík