Hvað er ormamoltugerð?

Moltugerð með ánamöðkum felur það í sér að nýta eldhúsúrgang og annan sambærilegan grænan úrgang til að framleiða næringarríka moltu. Moltugerð með ánamöðkum er hvoru tveggja einföld og skemmtileg leið til að endurvinna matarleifar og breyta þeim í næringarríka moltu fyrir þínar hús- og útiplöntur. Ormamolta er einn besti náttúrulegi áburður sem völ er á. Moltan samanstendur nær eingöngu af úrgangi ánamaðka (e. worm castings) – eins konar ofurmolta. Ekki eingöngu er hún einstaklega næringarrík heldur er hún jafnframt hlaðin örverum sem spila stórt hlutverk í að skapa og viðhalda heilbrigðum jarðvegi.

Moltugerð með ánamöðkum krefst afar lítillar vinnu enda eru ánamaðkar þrautseigar verur sem þarfnast ekki mikillar athygli – í raun mætti segja að því minni athygli sem þeir fá því betra. Ekki er nauðsynlegt að gefa þeim mat á hverjum degi, frá þeim koma engin hljóð og einungis þarf að þrífa moltutunnuna á nokkurra mánaða fresti. Moltugerð með ánamöðkum er heillandi viðfangsefni, sérstaklega fyrir yngra fólkið okkar, enda felur hún í sér lærdóm um líffræði og mikilvægan fróðleik um umhverfisverndar málefni.

Moltugerð með ánamöðkun hentar öllum en sérstaklega þeim vel sem hafa úr takmörkuðu plássi að ráða, svo sem fólki í fjölbýlishúsum, og þeim sem hafa ekki aðgang að garði. 

Moltugerð með ánamöðkum er ekki bara frábær fyrir plönturnar okkar heldur einnig plánetuna. Moltugerðin kemur í veg fyrir óþarfa förgun úrgangs í ruslatunnurnar okkar og þar með dregur úr magni hans á urðunarstöðum.  

Hvernig virkar þetta?

Ormamoltugerð felur í sér niðurbrot og mómyndun lífræns úrgangs fyrir tilstuðlan vistkerfis örvera og ánamaðka.

Mómyndun er ferli sem felur í sér sköpun moldarefnis sem er fínskipt lífrænt efni sem finnst í jarðvegi og myndast vegna niðurbrots örvera á plöntum og dýrum. Moldarefni er að mestu leyti kolefni og þegar það brotnar niður verða þættir þess, líkt og kolefni, köfnunarefni og fosfór, nýtanlegir af plöntun.

Örverur getum við svo kallað örsmá dýr sem alla jafna eru svo smá að okkur er ómögulegt að sjá þær. Sumar örverur, líkt og sveppir, geta skapað langar keðjur sem sjást en almennt vinna þessar litlu verur verk sín án þess að við verðum var við þær. Í samhengi ormamoltugerðar eru örverur nauðsynlegar við niðurbrot lífrænna efna og mynda meginhluta fæðuuppsprettu maðka. Algengustu örverur sem finna má í ormamoltugerð eru bakteríur, sveppir og í minna mæli þráðormar.

Ormamoltugerð er ekki beinlínis mannanna verk – ferlið á sér stað í náttúrunni allan ársins hring. Ánamaðkar og örverur búa í mykjuhaugum, laufblaðahrúgum og öðrum þéttum jarðvegi undir yfirborðinu, og neyta þar lífræns úrgangs og umbreyta honum að lokum í steinefni í form sem plöntur svo neyta.  

Við trúum því að ormamoltugerð er ein skilvirkasta leið sem til er sem stendur einstaklingum til boða til að endurvinna úrgang.

Endurvinnum sjálf!

Endurvinnsla pappírs, glers, plasts og annarra efna krefst dýrs búnaðar og verður almennt að fara fram á vegum ríkis eða sveitarfélaga til að vera hagkvæm. Slík miðstýrð endurvinnsluviðleitni krefst jafnframt öflugs söfnunarferlis, iðulega með stórum ruslabílum og öðrum farartækjum.  

Ormamoltugerð gerir einstaklingi kleift draga úr sínum úrgangsstraumi og endurvinna hann í staðinn í ormaúrgang á heimili sínu. Jarðgeranlegur matarúrgangur er almennt séð þyngsti úrgangur heimilis vegna mikils vatnsinnihalds sem gerir það að verkum að þetta er kolefnisfrekasti úrgangurinn til að koma í endurvinnslu á endurvinnslustöðvum.

Með því að stunda ormamoltugerð heima við og endurvinna matarúrgang þinn geturðu því stórminnkað kolefnisspor þitt, dregið úr kolefnisspori sorphirðu og dregið verulega úr magni metangass á urðunarstöðum. Og við erum ekki einu sinni byrjaðir að fjalla um yndislegu áhrif ormamoltunnar sjálfrar.

Besta vinur þinna plantna.

Ormamoltugerð hjálpar til við samkornun jarðvegs, getu jarðvegsagna til að bindast og auknu holrými sem eykur vatnsheldni, vatnsleiðni, hita og loftun jarðvegs og þar með bætir lífsskilyrði plantna.

Kolefnaþungt lífrænt efni líkt og moldarefni í ormamoltugerð er einnig mjög þarft í efsta lag jarðvegs. Að bæta þessu kolefni í jarðveg eykur frjósemi plantna og stuðlar að lokum að ljóstillífun þar sem plöntur taka inn koltvísýring, losa súrefnið og dæla kolefninu aftur í jarðveginn þar sem það getur enn og aftur orðið fæða fyrir plöntur.

Jarðvegur sem er ríkur af lífrænum efnum úr rotmassa dregur einnig að sér ánamaðka sem lofta jarðveginn enn frekar og auðga hann með ormaúrgangi. Ánamaðkar geta ekki upp á eigin spýtur bætt lélegan jarðveg. Fremur er um að ræða dyggðuga hringrás þar sem jarðvegur með nægilegu lífrænu efni laðar til sín ánamaðka sem hjálpa til við að vinna úr niðurbroti plöntuefnis í meira lífrænt efni, sem laðar svo til sín fleiri maðka, o.s.frv.

Framúrskarandi ávinningur fyrir plöntur, vöxt plantna og uppskeru, eru á meðal skjalfestra áhrifa ormamoltu. Sýnt er að ormamolta sem sett er í jarðveg plantna hafi eftirfarandi áhrif:

  • Hraðari spírun fræja
  • Hraðari vöxtur á ungplöntustiginu og í framhaldi
  • Hraðari ávöxtun með stærri ávöxtum
  • Bæling sjúkdómsvaldandi örvera
  • Bæling meindýra
  • Skilvirkari frævun

Hvers konar ánamaðkar henta best í ormamoltugerð?

Jæja, nú ert þú orðinn vel kunnugur ávinningi ormamoltugerðar og þeirri frábæru afurð sem hún skilar af sér. En, hvaða ánamaðkar eru þetta sem láta þetta gerast?

Ánamaðkar eru án efa ómissandi verur í okkar lífríki. Charles Darwin hafði eftirfarandi um orma að segja:  

“Nobody and nothing can be compared with earthworms in their positive influence on the whole living Nature. They create soil and everything in it.”
 

Þó svo að ánamaðkar séu upp til hópa frábærir er ekki þar með sagt að allir ánamaðkar henti vel til ormamoltugerðar. Í raun mætti segja að fæstir séu það. Ánamaðkar eru fjölbreyttar verur en almennt er hægt að skipta þeim upp í þrjá flokka, allt eftir gröfugetu þeirra og því dýpi sem þeir dvelja á og neyta lífræns efnis. Flokkarnir kallast epigeic, endogeic og anecic.

Epigeic: Þessir ormar lifa og borða næst yfirborðinu í lausum jarðvegi eða umhverfi, líkt og mykjuaugum og bergmylsnu á skógarbotum. Þeir grafa almennt ekki. Moltuormar eru í epigeic flokknum.

Endogeic: Endogeic ormar lifa í fyrstu sentímetrum jarðvegsins, búa til láréttar holur og hafa tilhneigingu til að vera í ljósari litum en epigeic ormar.

Anecic: Þessir ormar grafa djúpt og eru oft kallaðir “nightcrawlers”. Þeir koma upp á yfirborðið til að leita lífræns efnis sem þeir svo taka með sér niður á dýpið.  

Af epigeic ormunum eru algengustu ormarnir sem notaðir eru til ormamoltugerðar red wigglers (l. eisenia fetida), European Nightcralwer (l. eisenia hortensis), Indian eða Malaysian Blue Worm (l. perionyx grafa) og African Nightcrawler (l. eudrilus eugeniae).

Red Wigglers, sem á íslensku eru kallaðir Haugánar, er almennt ekki hægt að kaupa á Íslandi og er innflutningur þeirra háður leyfis stjórnvalda. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að haugáninn sé rakasækinn ánamaðkur sem leitar í hrúgur af rotnandi plöntuleifum og skíthauga. Haugáni er að öllum líkindum tiltölulega sjaldgæfur hér á landi. Hann fannst fyrst við ylrækt í Mosfellssveit 1931. Nokkur óvissa ríkir um tegundina og er lítið um staðfesta fundi fyrr en á allra síðustu árum. Haugáninn er talinn halda sig fyrst og fremst á heitum svæðum, svo sem við hveri.

Þó svo að í fæstum tilvikum sé hægt að kaupa haugána hér á landi er engu að síður almennt nokkuð auðvelt að komast yfir hann, svo sem með aðstoð góðs fólks sem stundar ormamoltugerð og heldur sig á Facebook hóp þar sem áhugamálið er rætt. Umrætt fólk er oftar en ekki meira en tilbúið við að afhenda spenntum byrjendum afleggjara svo það geti komið sinni ormamoltugerð af stað.

Viltu vita meira? 

Við erum ávallt til í spjall um ormamoltugerð. Ef þú hefur því einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur með því að smella á 'Hafa samband' hlekkinn á forsíðunni og við munum gera okkar allra besta til að svara þínum vangaveltum. Þá má einnig nálgast nánari upplýsingar um ormamoltu búnaðinn okkar hér